Listasafn Reykjavíkur
Contacts
- listasafn.enterpriseappointments.com
- Hafnarhús, Tryggvagata 17, Hafnarhús, 101, Reykjavík
- Kjarvalsstaðir, Kjarvalstaðir, Flókagata 24, 105, Reykjavik
- Ásmundarsafn , Sigtún, 105, Reykjavík
- Útilist - Perlufestin , Hljómskálagarðurinn, 101, Reykjavíkurborg
- Útilist - Eitthvað að bíta í
- Safnahúsið, Hverfisgata 15, 101, Reykjavík
- Útilist - strandlengjan
- Útilistaverk - Breiðholt
Opening hours
-
Sunday
8:30 AM - 10:00 PM
-
Monday
8:30 AM - 10:00 PM
-
Tuesday
8:30 AM - 10:00 PM
-
Wednesday
8:30 AM - 10:00 PM
-
Thursday
8:30 AM - 10:00 PM
-
Friday
8:30 AM - 10:00 PM
-
Saturday
8:30 AM - 10:00 PM
About the company
Skólinn á listasafn Listasafn Reykjavíkur er starfrækt á þremur stöðum í Reykjavík – Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum v/Klambratún og Ásmundarsafni v/Sigtún.Við bjóðum öllum nemendum á hvaða skólastigi sem er upp á ókeypis safnfræðslu um allar sýningar. Í hverri heimsókn reynum við að skapa vettvang fyrir nemendur til að taka þátt í umræðum þar sem hver og einn fær tækifæri til að tjá sig um eigin upplifun og hlusta á aðra. Við getum hæglega aðlagað heimsóknina þeim áherslum sem hver hópur óskar eftir eða boðið almenna leiðsögn um sýningar og jafnvel útilistaverk.Á hverju ári býður safnið upp á fjölda sýninga með verkum frá ýmsum tímum. Myndlist er sett í samhengi sem ein leið til þess að kanna heiminn í kringum okkur. List hefur þýðingamikið hlutverk í samfélagi og menntun. Með því að skoða myndlist þjálfum við okkur í gagnrýnni hugsun og hæfileika okkar til að eiga skoðanaskipti sem eru okkur nauðsynlegt veganesti í lífinu. Markmið þessu tengd er að finna í Aðalnámskrám allra skólastiga, menningarstefnu Reykjavíkurborgar og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, og því sjálfsagður réttur barna á öllum aldri að fá að njóta lista og upplifa myndlist á eigin forsendum í samræmi við aldur og þroska.Við fögnum skólahópum á öllum aldri sem vilja koma í safnið, með eða án leiðsagnar safnkennara. Við óskum þó eftir því að allir hópar láti vita af komu sinni með fyrirvara. Safnkennarar okkar geta tekið á móti hópum virka daga kl. 08:30–16.30 Hámarksfjöldi nemenda í hóp eru u.þ.b. 25 nemendur. Heimsókn með safnfræðslu fyrir nemendur tekur ríflega eina kennslustund en hægt er að aðlaga hana eftir þörfum hópsins. Safnkennarinn kynnir valin verk á sýningum, hvetur til umræðu og býður gjarnan upp á létt verkefni inni í sýningarsal. Fyrir heimsókn er gott fyrir okkur að vita hvort og þá hvernig hópurinn sé undirbúinn, hvort óskað sé eftir áherslu á ákveðið viðfangsefni eða að tengja skuli við sérstakan hluta námskrár. Listasafn í skólann Grunnskólum stendur til boða að fá sérhannaðar fræðslusýningar að láni til sín í skólana. Um er að ræða tvær kistur sem opnast í lítið sýningarrými. Þetta eru færanlegar einingar sem hægt er að setja upp í kennslustofu eða opnu rými í skólanum. Flökkusýningarnar eru í sérhönnuðum kistum á hjólum sem eru 180 cm á hæð, 70 cm á breidd og 165 cm á lengd þegar þær eru lokaðar, en ca 8m2 rými þegar þær eru opnar og innihalda u.þ.b. 8 – 10 listaverk (frummyndir). Hver sýning er sett upp í tveimur kistum sem raðast saman og mynda þannig lítið listasafnsrými í skólanum.Val stendur á milli tveggja sýninga og fylgja þeim verkefni fyrir nemendur (sjá hér fyrir neðan). Boðið er upp á kynningu safnkennara á sýningu og verkefnum fyrir starfsfólk. Flökkusýningar eru sendar í grunnskóla Reykjavíkur að kostnaðarlausu. Öðrum skólum standa þær gjarnan til boða gegn sendingarkostnaði en leiðsögn safnkennara fylgir frítt með á Reykjavíkursvæðinu.Our team
Viðburðir - Listasafn Reykjavíkur
Viðburðir - Listasafn Reykjavíkur
Viðburðir - Listasafn Reykjavíkur
Viðburðir - Listasafn Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur R
Viðburðir - Listasafn Reykjavíkur
Top services
Heimsókn skólahópa
60 min
Leiðsögn sýningarstjóra - Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles
30 min
Leiðsögn sýningarstjóraEdda Halldórsdóttir og Sigurður Trausti Traustason sýningarstjórar verða með leiðsögn um sýninguna Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles í Ásmundarsafni sunnudaginn 21. apríl kl. 13:00.Á sýningunni verða verk myndhögg
Muchos lenguajes del arte - Listin talar tungum - spænska
30 min
Muchos lenguajes del arte: Visita guiada en español a la exposición Caleidoscopio: Arte Islandés del siglo XXI.Alba Carmona, maestra y profesora del grupo de Español en Móðurmál, dará una visita guiada en español a través de la exposición Caleidoscop
Er þetta list? 28. september
30 min
Er þetta list?Fræðslu- og skemmtikvöld um samtímalist síðasta fimmtudag í september, október og nóvember.Samtal og notaleg kvöldstund með kaffihúsastemmingu og léttum veitingum.Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum?Eða stígur
Er þetta list? 26. október
30 min
Er þetta list?Fræðslu- og skemmtikvöld um samtímalist síðasta fimmtudag í september, október og nóvember.Samtal og notaleg kvöldstund með kaffihúsastemmingu og léttum veitingum.Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum?Eða stígur
Er þetta list? 30. nóvember
30 min
Er þetta list?Fræðslu- og skemmtikvöld um samtímalist síðasta fimmtudag í september, október og nóvember.Samtal og notaleg kvöldstund með kaffihúsastemmingu og léttum veitingum.Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum?Eða stígur
Reviews
0 reviews